Stærsta íbúðauppbyggingarsvæði Reykjavíkur

Fjölskylduvænt hverfi með opnum svæðum og fjölbreyttri þjónustu. Greitt aðgengi að stofnbrautum og staðsetning við nýjan samgönguás veitir starfsfólki og íbúum möguleika á bílléttum lífsstíl.

Í fullbyggðum borgarhluta sem afmarkast af Vesturlandsvegi, Höfðabakka og strandlínunni í vestri og norðri er áætlað að verði um 8.000 íbúðir. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag um 40% íbúðanna og margar þeirra í uppbyggingu.

Borgarhöfði


8.000 heimili og 20.000 íbúar
8.000 heimili og 20.000 íbúar
Bílakjallarar og gott aðgengi
Bílakjallarar og gott aðgengi
Borgarlína frá 2031
Borgarlína frá 2031


Krossamýrartorg er hjarta hverfisins með verslunum, veitingum, menningar- og samfélagshúsi ásamt afþreyingu.



Borgarhöfði

Veitingar, menning og afþreying

Mathöll og nokkrir veitingastaðir eru í nágreninu. Til stendur að reisa menningar- og samfélagshús með fjölnota sal og fastri menningarstarfsemi. Veitingastaðir, bakarí, kaffihús og barir við hið nýja Krossamýrartorg verða afdrep í annríki dagsins eða staðir til að njóta samveru með vinum eða fjölskyldu.

Borgarhöfði

Heilsugæsla, heilsurækt og spa

Við Krossamýrartorg er fyrirhugað að verði heilsurækt og heilsulind. Þar geta íbúar og starfsfólk á öllum aldri getur hugað að sinni heilsu hvort sem dagsformið kallar á uppbyggingu eða endurheimt. Heilsugæslan á Höfða er í fimm mínútna göngufjarlægð.

Borgarhöfði

Matvara, sérvara, skyndibiti og þjónusta

Bónus er fyrsta verslunin til að tryggja sér húsnæði við Krossamýrartorg, en á svæðinu er jafnframt reiknað með hefðbundinni hverfisverslun og þjónustu s.s. apóteki, blóma- og gjafavöruverslun, skyndibiti og fleira. Matvöruverlsun og fleira er í dag í um 10 mínútna göngufjarlægð.



Borgarhöfði

Nýir leik- og grunnskólar á Borgarhöfða

Reykjavíkurborg áformar uppbyggingu samþættra leik- og grunnskóla fyrir yngri börn og safnskóla fyrir eldri grunnskólanema.

Skólalóðirnar í hverfinu eru við grænan gönguás sem vefur sig um hverfið.

Borgarhöfði

Lífsgæðakjarni fyrir þriðja æviskeiðið

Klasi, Heimar og Grundarheimilin vinna sameiginlega að þróun lífsgæðakjarna með um 110 hjúkrunarrýmum og allt að 160 þjónustuíbúðum auk heilsutengdrar þjónustu.

Kjarninn er á besta stað m.t.t. samgangna og allrar þeirrar þjónustu sem verður við Krossamýrartorg.



Stutt á stofnbrautir, bílakjallarar og Borgarlínustöð frá 2031



Jafnt fyrir bíllausan lífsstíl og heimilisbílinn

  • Ný skiptistöð Borgarlínu mun tengja hverfið við miðbæinn á um 7 mínútum
  • Sjö strætóleiðir eru í göngufæri
  • Greiðfært er úr hverfinu að Vesturlandsvegi og Sæbraut
  • Bílastæði eru flest í kjöllurum
  • Nægt pláss og öruggir stígar fyrir gangandi og hjólandi
Nánar um samgöngur
Borgarhöfði




Fylgstu með þróuninni og fáðu tilkynningu þegar íbúðir koma í sölu eða atvinnurými verða tilbúin



Póstlisti

Borgarhöfði


Kynntu þér Borgarhöfða betur eða skoðaðu húsnæði



Borgarhöfði

HVERFIÐ

Kynntu þér samfélag í mótun á Borgarhöfða.

Borgarhöfði

ÍBÚÐIR

Íbúðir í kjarna hverfisins eða í rólegu umhverfi vogsins.

Borgarhöfði

VERSLUN OG SKRIFSTOFUR

Nútímalegar skrifstofur eða verslunar- og þjónusturými við aðalgötur Borgarhöfða.


Vefhönnun og vinnsla: ONNO ehf.