Klasi fasteignaþróunarfélag fyrir hönd dótturfélags síns Borgarhöfða fasteignaþróunar II ehf. efndi til hönnunarsamkeppni um Krossamýrartorg (reit 9A) seinnihluta árs 2022 með það að markmiði að finna metnaðarfullt hönnunarteymi með hugmyndir að vandaðri og góðri byggingarlist fyrir reitinn í heild sinni.
Samkeppnin átti að leiða til bestu mögulegu hönnunar á nútíma skrifstofuhúsnæði, fjölnota samkomuhúsi og aðaltorgi hverfisins fyrir framtíðar íbúa, gesti og starfsfólk.
Um var að ræða hönnunarsamkeppni í tveimur þrepum. Fyrra þrep keppninnar var forval þar sem stofur og teymi sóttu um þátttöku. Mikill áhugi var á samkeppninni og sóttu 18 stofur og teymi um þátttöku frá öllum Norðurlöndum. Valnefnd frá verkkaupa valdi fimm teymi til að taka þátt í seinna þrepinu og skila inn tillögum fyrir reitinn í samræmi við samkeppnislýsingu.
Ártúnshöfði hefur síðustu áratugi verið athafna- og iðnaðarsvæði en starfsemin er í dag víkjandi fyrir blandaðri byggð atvinnu og íbúða. Borgarhöfði á Ártúnshöfða við Elliðaárvog er næsta uppbyggingarhverfi í Reykjavík og er skilgreint sem miðsvæði í aðalskipulagi Reykjavíkur. Svæðið mun á næstu árum taka miklum breytingum og verða þétt borgarmiðað hverfi með lífvænlega byggð þar sem fólk er í fyrsta forgangi. Byggð sem er félagslega, umhverfislega og efnahagslega sjálfbær.
Áætlað er að fullbyggt hverfi á Ártúnshöfða geti rúmað allt að 8 þúsund íbúðir eða um 15.000 íbúa, leik- og grunnskóla, fjölnota samkomuhús ásamt annarri fjölbreyttri atvinnustarfsemi sem er vel tengd stofnbrautum, almenningssamgöngum og stígakerfi Reykjavíkur. Borgarlínan mun ganga í gegnum miðju hverfisins og fyrsti áfangi hennar er að tengja svæðið beint við miðborgina.
Markmið Klasa með samkeppninni var að finna metnaðarfullt hönnunarteymi með hugmyndir að vandaðri og góðri byggingarlist fyrir reitinn í heild sinni. Samkeppnin atti að leiða til bestu mögulegu hönnunar á nútíma skrifstofuhúsnæði, fjölnota samkomuhúsi og aðaltorgi hverfisins fyrir framtíðar íbúa, gesti og starfsfólk.
Markmið samkeppninnar var að fá metnaðarfullar hugmyndir að hönnun nútíma skrifstofuhúsnæði, fjölnota samkomuhúsi og Krossamýrartorgi þar sem byggingar og torg flæða saman og mynda eina heild. Áhersla á að vera á allar helstu kröfur framtíðar í byggingum af þessu tagi s.s. sveigjanleika, fjölbreytileika, sjálfbærni og umhverfisáherslur, flæði og aðgengi, upplifun, sköpun og gæði. Tillagan átti að sýna metnaðarfulla hönnun sem þjónustar íbúa, starfsfólk, viðskiptavini sem og aðra gesti hverfisins í framtíðinni. Byggingarnar áttu að vera vera vandaðar, njóta sín vel í umhverfi sínu og skapa heildaryfirbragð með Krossamýrartorgi. Áhersla var á umhverfissjónarmið og sjálfbærni í hönnun, efnisvali og rekstri sem og hagkvæmni með tilliti til framkvæmdakostnaðar, reksturs og notagildis. Æskilegt var talið að tillagan samræmist gildandi deiliskipulagi og að hún væri raunhæf í uppbyggingu.
Halldór Eyjólfsson, fyrrum þróunarstjóri Klasa
Helgi S. Gunnarsson, fyrrum forstjóri Heima
Hulda Jónsdóttir, arkitekt FAÍ
Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa
Ólafur Melsted, landslagsarkitekt, Fíla
Við mat á tillögum horfði dómnefnd til þess hvernig keppendur tókust á við markmið og áherslur í samkeppnislýsingu.
Það var samdóma álit dómnefndar að allar fimm tillögurnar sýna góða faglega færni hönnuða og metnaðarfulla nálgun.
Tillögur voru vandaðar og unnar í samræmi við samkeppnislýsingu og þær kröfur sem settar voru fram. Jákvætt var að
fá fjölbreyttar tillögur sem opna á hugmyndir. Ljóst er að mikill vinna liggur að baki, framsetning tillagnanna er skýr og til
fyrirmyndar.
Dómnefnd átti ekki auðvelt með að velja vinningstillögu þar sem allar tillögur voru góðar og mjótt var á mun á efstu
sætunum. Að lokum voru tvær tillögur sem stóðu upp úr, þóttu þær skara framúr í því að móta framtíðar skrifstofu- og
menningar samfélag.
Lögð var áherslu á að velja tillögu sem svarar best þeim viðmiðum sem sett voru fram í samkeppnislýsingu sem og bauð
upp á spennandi aðlaðandi framtíðarsýn fyrir Krossamýrartorg og umhverfi. Tillögu sem er talin líkleg til þess að draga að
fólk alls staðar að frá höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega vaxandi byggð í kringum torgið.
Niðurstaða dómnefndar er að tilnefna tvær tillögur sem verðlaunatillögur.
Það eru tillögur Henning Larsen og Hille Melby og SEN & SON.
Tillögurnar stóðu uppúr hvor á sinn hátt eftir mikla greiningarvinnu dómnefndar.
Dómnefnd þakkar öllum sem tóku þátt í samkeppninni kærlega fyrir faglega og metnaðarfulla vinnu.